i am fire and your the ocean....
ekkert blogg í langan tíma, hef heyrt kvartanir.. í fullri hreinskilni þá er ég að spá i að hætta að blogga.
gasp.
og eyða öllu gömlu út.
gasp gasp.
en ég veit það ekki.
ég tók saman allt bloggið mitt og það eru rúmar 17000 orð og 554 bls... svoldið mikil tjáning.
hvað um það, prófin nálgast og eins og allir vita þá er skylda að blogga í prófum, held það sé ritað í einhvern stein í fjörunni einhversstaðar.
lífið þessa stundina er viðburðaríkt.
miklar breytingar framundan í vinnunni, veit svosem aldrei hvað má greina frá og hvað ekki en allavega þá liggja breytingar í loftinu sem vonandi liggja endanlega fyrir í lok vikunnar. þetta hefur gjarnan fylgt mér, breytingar og óvissa á vinnustöðum. undarlegt.
hver man ekki um árið þegar ég átti ,,vísa freelance" vinnu en staðurinn undirgekkst makeover og ég ,,týndist í verkefnaleysi". þetta er kynlegt.
án þess að reyna vera of sjálfhverf og egósentrísk þá virðist ég lenda furðuoft í einhverju svona steypu.
hvað ætli valdi þessu?
choose change er eitt af mottóum kappa-fling, er það þess vegna sem þeir völdu mig, var það þeirra leið til að velja breytingar?
er ég frummynd breytinga?
eða kannski blóraböggull?
eða kannski að eigna mér of mikið credit og allt þetta er einföld tilviljun (ef slíkur hlutur er þá til).
hvað um það, sviptingar í vinunni, vonandi held ég haus, krossum fingur.
að öðru og gleðilegra.
ég er að deita.
jinx jinx jinx
búin að setja þetta á veraldarvefinn og nú er allt ónýtt...
nei vonum ekki, hann hefur vonandi breiðara bak en svo, fyrir utan það, er þetta ekki tilefni til mikils stolts?
það er klárlega ekki á hverjum degi sem ég segist vera deita, þetta ágæta blogg er góður vitnisburður um rólegheit mín í málum hjartans, eða málum karlanna, hjartað mitt er víst alltaf eitthvað á fullu og missir stöku sinnum úr slagi eða slögum. þetta er eitt slíkt tilfelli.
bleikt ský nálgast, hvern hefði grunað?
einu sinni var mér kennt að fæst orð beri minnsta ábyrgð svo við skulum nota það hér, en að sjálfsögðu svara ég símanum og segi frá rómantískum ferðum í lónið, búlluna, tónleika og heimaeldaða máltíð....
úpps hann var að koma ;)
klára seinna...
siggadögg
þriðjudagur, apríl 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Esskan mín, þú ert snilli og þú heldur haus og hálsi!
Samgleðst þér innilega eins og þú veist, heyri í þér babes.
kv. annuS - Rassinn
HAHAHAHA
Skrifa ummæli